Á forsíđuGallerý SveinbjörnsTölvugrafíkLjósmyndirSpaugsemiFínar síđurMinning um Magnús B. Blöndal
   
 
Þú ert á  Spaugsemissíðunni ...grunntónn tilverunnar er meinlaust grín.
 
Þegar menn vissu ekki betur:

Ef kona hnerrar strax að loknum samförum verður hún ekki þunguð
Það er engin ástæða að efa það að búið sé á sólinni.
Pipar,sinnep,tómatssósa,soyasósa og salt
vekja kynhvöt kvenna um of og steypa þeim óhjákvæmilega í glötun.
Síminn er undraverð uppgötvun en hver myndi vilja nota hann?
Það er bara tómt bull að frumeindir muni nokkru sinni getað skilað orku.
Það er vísindalega sannað að raki maður af sér yfirskeggið veikir maður augun
Konur eru langtum oftar veikari en karlmenn.
Þetta stafar fyrst og fremst af því hve heilinn er lítill
en líka af of miklum lestri,heimakennslu og barsmíðum.

Apinn er einföld og frumstæð skepna sem kominn er af manninum.
Á sama hátt er asninn kominn af hestinum.

Það er notalegt til þess að hugsa að valdamesti maður í heimi(George Bush)
skyldi hafa veifað Stevie Wonder!!
Oft fylgir öxull framdrifi.

Sjaldan fellur smiðurinn langt frá stillasnum.

Nokkur snjallyrði...

Auður gerir engan sælan.
En það er betra að vera vansæll í Rolls Royce en í strætó

Gagnrýnendur eru eins og geldingar í kvennabúri: Þeir vita hvernig það er gert,
þeir hafa séð það gert daglega en þeir geta ekki gert það sjálfir.

Allir vilja breyta heiminum en enginn sjálfum sér.

Vinsældir eru skiptimynt sómans.

Karlmenn eru húsbændur á sínu heimili
-þangað til gestirnir eru farnir.

Karlar sakna þess,sem þeir hafa misst;
konur þess,sem þær aldrei fengu.

Sagt um Fálkaorðuveitinguna...
"Hér áður fyrr hengdu þeir þjófa á krossa..
en nú hengja þeir krossa á þjófa".

Kúrekar Norðursins:
Það sem Friðrik Þór Friðriksson sagði um messuatriðið:
"Þetta var þegar raunveruleikinn gaf ímyndunaraflinu á kjaftinn ".

Heyrt á Kántrýhátíðinni:
"Guð blessi á þér kynfærin góða mín".



Í einu tölublaði Bændablaðsins má finna nokkrar skondnar vísur sem ortar hafa verið í tilefni frétta af endurbyggingu landabrugghúss í Húnaþingi vestra. Þar segir: Á dögunum var sagt frá því að styrkja ætti endurgerð brugghúss í Húnavatnssýslu en eins og menn vita var Björn J. Blöndal aðal þefarinn hér á landi við að elta uppi bruggara. Ólafur Stefánsson orti þegar hann heyrði fréttina og sendi á Leir.

Áður hlutu óspart kæru,
eltir voru með Blöndals kyngi,
en hljóta núna uppreisn æru,
afbrotamenn úr Húnaþingi.

Einar Kolbeinsson sagðist hafa heyrt sveitunga sinn tuldra eftirfarandi fyrir munni sér í framhaldi af umræddum fréttum úr vestursýslunni:

Vitneskjan mér veitist kær,
virðist kvíðann laga,
að hér rísi aftur bær,
eftir mína daga.

Bjarni Stefánsson bætti við ef það sama yrði gert í Skagafirði og í Húnavatnssýslu:

Ef heima ætti sama sið
að sinna, held ég styrkja yrði
bróðurpartinn býst ég við
af bæjunum í Skagafirði.

Jakob Sigurjónsson Húnvetningur hældi húnverskum landa:

Í Húnaþingi höfum vér,
hegðun slíka vítt um grundir.
Landabrugg er listgrein hér,
og léttir mönnum daprar stundir.